Sveindís Jane skoraði fyrir U17 ára landsliðið
Þrír leikmenn Keflavíkur, þær Katla María Þórðardóttir, Sveindís Jane og Íris Una Þórðardóttir, leika með U17 ára landsliði kvenna í knattspyrnu en um þessar mundir leikur liðið í milliriðli fyrir EM U17 í Þýskalandi.
Þær léku allar í byrjunarliði Íslands í sigri á Írum í gær, ásamt því að leika allan leikinn, en Ísland sigraði 2-1. Sveindís Jane fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Ísland skoraði úr og Sveindís skoraði síðan sigurmark leiksins þegar um tólf mínútur voru til leiksloka.