Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Sveindís Jane skoraði fyrir U17 ára landsliðið
Katla María Þórðardóttir, Sveindís Jane og Íris Una Þórðardóttir.
Föstudagur 23. mars 2018 kl. 14:33

Sveindís Jane skoraði fyrir U17 ára landsliðið

Þrír leikmenn Keflavíkur, þær Katla María Þórðardóttir, Sveindís Jane og Íris Una Þórðardóttir, leika með U17 ára landsliði kvenna í knattspyrnu en um þessar mundir leikur liðið í milliriðli fyrir EM U17 í Þýskalandi.

Þær léku allar í byrjunarliði Íslands í sigri á Írum í gær, ásamt því að leika allan leikinn, en Ísland sigraði 2-1. Sveindís Jane fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Ísland skoraði úr og Sveindís skoraði síðan sigurmark leiksins þegar um tólf mínútur voru til leiksloka.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner