Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane mögnuð í Meistaradeildinni
Sveindís Jane sýndi hvers hún er megnug. Mynd af Facebook-síðu Icelandic Football League
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 9. desember 2022 kl. 08:59

Sveindís Jane mögnuð í Meistaradeildinni

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórkostlega innkomu þegar Wolfsburg vann góðan sigur Roma í B-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Sveindís var ekki í byrjunarliði en kom snemma til sögu í leiknum eftir að samherji hennar, Jill Roord, meiddist og þurfti að fara af velli á 12. mínútu.

Eftir 24. mínútna leik lagði Sveindís upp fyrsta mark þýsku meistaranna og hún bætti um betur fimm mínútum fyrir leikhlé þegar hún skoraði sjálf og tvöfaldaði forystu Wolfsburg. Staðan 2:0 í hálfleik ein leiknum lauk með 4:2 sigri Wolfsburg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Wolfsburg er með tíu stig á toppi riðilsins, Roma í öðru sæti með sjö stig, St. Polten með fjögur og Slavia er neðst með eitt stig. Wolfsburg er því komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.