Sveindís Jane meðal tíu efnilegustu í Evrópu
Sveindís Jane Jónsdóttir gerir það ekki endasleppt þessa dagana og nú hefur UEFA valið tíu efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu og Keflvíkingurinn á auðvitað sitt sæti á listanum.
Á vef UEFA segir m.a. um Sveindísi: „Hinn efnilegi framherji Jónsdóttir lék með næstefstu deildarliði Keflavíkur frá fjórtán ára aldri og á sinni fyrstu heilu leiktíð skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Árið 2019 var liðið í efstu deild en þrátt fyrir það skipti hún yfir í Breiðablik – þar sem hún endaði sem bæði markahæsti og besti leikmaður deildarinnar auk þess að vinna deildarmeistaratitilinn.“