Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane lagði upp jöfnunarmark Íslands
Sveindís Jane í leik með landsliði Íslands á Laugardalsvelli. Mynd: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 08:25

Sveindís Jane lagði upp jöfnunarmark Íslands

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu léku tvo vináttulandsleiki gegn Ítölum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við liðinu í byrjun þessa árs. Fyrri leikinn vann Ítalía 1:0 en jafntefli varð niðurstaðan í þeim seinni, báðir leikirnir fóru fram á Ítalíu og sá fyrri var á laugardag en sá síðari fór fram í gær, þriðjudag.

Sveindís var ekki í byrjunarliði Íslands í fyrri leiknum en kom inn á í leiknum. Hún var hins vegar í byrjunarliðinu í seinni leiknum og lék hann allan. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslenska liðið byrjaði illa og Ítalir komust yfir strax á fyrstu mínútu en Ísland vann sig inn í leikinn eftir því sem á leið og á 40. mínútu barst boltinn til Sveindísar sem lagði hann á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem jafnaði leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Sveindís fékk upplagt tækifæri í uppbótartíma til að gera sigurmarkið en inn vildi boltinn ekki.