Sveindís Jane er spennt fyrir Evrópumótinu
„Ég get verið mjög feiminn, sérstaklega inni í klefa og segi kannski ekki neitt. Ekki fyrr en ég kem heim,“ segir Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnukona í knattspyrnu hjá Wolsborg í Þýskalandi, í viðtali við mbl.is sem heimsótti hana í tilefni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í sumar.
Sveindís, sem er tvítug, hefur leikið með Wolfsburg frá því í janúar 2022 en liðið varð bæði bikar- og Þýskalandsmeistari á nýliðnu keppnistímabili. Hún hélt út í atvinnumennsku í desember 2020, þá 19 ára gömul, þegar Wolfsburg keypti hana af uppeldisfélagi hennar Keflavík. Tímabilið 2021 lék hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð. Sveindís stimplaði sig rækilega inn hjá þýska liðinu á tímabilinu, þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp önnur fjögur, þar af tvö í Meistaradeildinni gegn Arsenal, í 14 leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.
„Ég er mjög spennt fyrir Evrópumótinu og ég hef trú á okkur en þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Keflvíkingurinn.
Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu ræddi við Sveindísi sem sjá má á mbl.is