Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane er spennt fyrir Evrópumótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. júní 2022 kl. 15:36

Sveindís Jane er spennt fyrir Evrópumótinu

„Ég get verið mjög feiminn, sérstaklega inni í klefa og segi kannski ekki neitt. Ekki fyrr en ég kem heim,“ segir Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnukona í knattspyrnu hjá Wolsborg í Þýskalandi, í viðtali við mbl.is sem heimsótti hana í tilefni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í sumar.

Svein­dís, sem er tví­tug, hef­ur leikið með Wolfs­burg frá því í janú­ar 2022 en liðið varð bæði bik­ar- og Þýska­lands­meist­ari á nýliðnu keppn­is­tíma­bili. Hún hélt út í at­vinnu­mennsku í des­em­ber 2020, þá 19 ára göm­ul, þegar Wolfs­burg keypti hana af upp­eld­is­fé­lagi henn­ar Kefla­vík. Tíma­bilið 2021 lék hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð. Svein­dís stimplaði sig ræki­lega inn hjá þýska liðinu á tíma­bil­inu, þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp önn­ur fjög­ur, þar af tvö í Meist­ara­deild­inni gegn Arsenal, í 14 leikj­um með Wolfs­burg í öll­um keppn­um á tíma­bil­inu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er mjög spennt fyrir Evrópumótinu og ég hef trú á okkur en þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Keflvíkingurinn.

Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu ræddi við Sveindísi sem sjá má á mbl.is