Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane best í Pepsi Max-deildinni
Sveindís Jane í leik með Breiðabliki. LJósmynd: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 10:41

Sveindís Jane best í Pepsi Max-deildinni

Knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net stendur fyrir vali á besta leikmanni hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildunum. Sveindís Jane Jónsdóttir, sem var valin besti leikmaður fyrsta þriðjungs, var einnig valin leikmaður annars þriðjungs Pepsi Max-deildar kvenna.

Tilnefndir voru fjórir leikmenn sem lesendur vefjarins kusu um og hlaut Sveindís yfirburðarkosningu, 62,6% atkvæða. Sveindís er á láni frá Keflavík og leikur nú með Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna, hún hefur átt frábært tímabil og lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir skemmstu.

Víkurfréttir birtu viðtal við Sveindísi á dögunum og má lesa það hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024