Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sveindís Jane á stærsta sviðinu
Sveindís gat ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslit leiksins. Myndir/Guðjónína Sæmundsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 14:00

Sveindís Jane á stærsta sviðinu

Keflvíska knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í einum stærsta íþróttaviðburði veraldar um síðustu helgi þegar hún lék með liði sínu, Wolfsburg, til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Wolfsburg vann Arsenal í undanúrslitum og mætti Barcelona í úrslitaleiknum sem fór fram í Eindhoven í Hollandi.

Fjölmennur hópur stuðningsmanna Sveindísar mætti á leikinn til að styðja við bakið á sinni konu og þeir urðu vitni að stórskemmtilegan leik tveggja af bestu liðum Evrópu – Barcelona með sinn hraða sóknarleik og Wolfsburg sem þurfti að reiða sig á sterkan varnarleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Það lá vel á stuðningsfólki Sveindísar fyrir leik.

Það var fyrirfram ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir þýsku bikarmeistarana en Barcelona hefur á að skipa ákaflega vel spilandi liði og það sýndi sig fljótlega. Börsungar léku boltanum sín á milli og ógnuðu marki Wolfsburg sem dró sitt lið vel til baka. Það var hins vegar Wolfsburg sem skoraði opnunarmark úrslitaleiksins strax á 3. mínútur. Þar var Ewa Pajor að verki þegar hún vann boltann af varnarmanni Barcelona sem var full værukær rétt fyrir framan eigin teig. Pajor lét bara vaða á markið og og markvörður Barcelona réði ekki við þrumuskot hennar.

Barcelona hélt áfram að ógna eftir markið og þær sköpuðu sér ágætis færi en sóknarmönnum þeirra brást bogalistinn á lokametrunum. Alexandra Popp brást hins vegar ekki bogalistinn þegar Wolfsburg sótti hratt á 37. mínútu. Boltinn barst út á vinstri kant til Ewa Pajor sem átti frábæra sendingu á Popp sem skallaði í netið af stuttu færi. Staðan var því orðin vænleg fyrir Wolfsburg sem leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Leikmenn Barcelona voru hins vegar ekki alveg tilbúnir að leggja árar í bát, þær jöfnuðu leikinn á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks (48’ og 50’). Skellur fyrir leikmenn Wolfsburg en varnarleikur þeirra hefði mátt vera betri í báðum mörkunum. Börsungar gerðu svo út um leikinn eftir klaufaleg mistök í vörn Wolfsburg á 70. mínútu. Þá barst boltinn fyrir mark Wolfsburg en varnarmaður þeirra reyndi að hreinsa frá en vildi ekki til en svo að húna sparkaði honum í samherja og fyrir fætur sóknarmanns Barcelona sem nýtti sér mistökin og upp úr því skoraði Barceona sigurmarkið, súrt fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar.

Umgjörðin í kringum úrslitaleikinn var mögnuð og mikið sjónarspil.
Sigurður, kærasti Sveindísar, hefur líklega þurft að vera extra góður við hana eftir leikinn.
Það lá vel á mömmu og tengdamömmu.

Í efri spilaranum hér að neðan er að finna skemmtilega samantekt af helstu tilþrifum Sveindísar í Meistaradeildinni fram að úrslitaleiknum.

Úrslitaleikurinn á YouTube: