Svava Ósk til Njarðvíkinga
Njarðvíkingum hefur borist góður liðstyrkur til kvennaliðs félagsins í körfuboltanum en Svava Ósk Stefánsdóttir hefur ákveðið að taka frá skóna að nýju og leika með liðinu það sem lifir tímabils í hið minnsta. Svava er uppalinn í yngri flokkum Keflvíkinga og hefur m.a. orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með meistaraflokk liðsins en Svava er 28 ára gömul.
Svava sem lék síðast með Keflavík leiktíðina 2009-2010 en hún tók sér frí vegna barneigna. Njarðvíkingar misstu Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur á dögunum er hún hætti vegna þrálátra meiðsla. Því má segja að þetta sé kærkominn liðstyrkur fyrir hið unga Njarðvíkurlið.