Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Svanur og Ástrós keppendur Reykjavíkurleikanna
Svanur og Ástrós í „action“.
Miðvikudagur 23. janúar 2013 kl. 11:16

Svanur og Ástrós keppendur Reykjavíkurleikanna

Á fjölgreinamóti þar sem taekwondo-deild Keflavíkur stóð sig með prýði.

Hið árlega fjölgreinamótið Reykjavíkurleikarnir eða International Reykjavik Games var haldið um síðastliðnu helgi. Þar var m.a. keppt í taekwondo en þetta er í fyrsta sinn sem taekwondo er keppnsgrein á þessum leikum. Keppendur frá 9 þjóðum voru á leikunum og þótti mótið takast vel.

Í kringum mótið voru haldnar fjölbreyttar æfingabúðir og námskeið þar sem margir af bestu keppendum, þjálfurum og dómurum heims voru staddir á landinu vegna leikanna. Sergio Ramos, margfaldur keppandi á heims og Evrópumótum í tækni og Edina Lents, alþjóðlegur dómari í tækni héldu tækniæfingar. Serbneski landsliðsþjálfarinn Mario mætti ásamt tveimur af sínum keppendum, Stojan og Damir og héldu þeir æfingabúðir í bardaga. Damir keppti á síðastliðnum Ólympíuleikum, en hann er yngsti keppandi til að taka þátt í Ólympíuleikunum í taekwondo, aðeins 18 ára gamall. Þjálfari Serbanna þjálfaði einnig Ólympíumeistara kvenna á sömu leikum. Allir þessir einstaklingar voru með æfingabúðir bæði hjá Keflavík og einnig í Reykjavík. Þá var yfirmaður dómaramála hjá heims taekwondosambandinu, Chakir Chelbat staddur hérlendis með dómaranámskeið, en Chakir var m.a. yfir dómaramálum á síðustu Ólympíuleikum og heimsmeistaramóti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Iðkendur, þjálfarar, dómarar og stjórnarmeðlimir taekwondo deildar Keflavíkur fengu mikið hrós frá öllu þessu heimsklassa fólki. Mikið var talað um góða samheldni, einbeitingu, tækni og hversu efnilegt félag þetta væri á heimsvísu. Það er mikill heiður frá fólki í fremstu röð í heiminum.

Á laugardegi var keppnin haldin í Ármannsheimilinu og kepptu þá yngri keppendurnir. Á sunnudeginum var keppnin í Laugardalshöllinni, og er þetta fyrsta taekwondo mótið sem er haldið þar. Keflvíkingar og Grindvíkingar voru með góð lið á mótinu og unnu fjölda verðlauna. Eftir mótið voru bestu keppendur helgarinnar í öllum greinum. Ástrós Brynjarsdóttir og Svanur Þór Mikaelsson, bæði úr Keflavík voru valin keppendur helgarinnar í taekwondo.