Svanhildur og Atli valin fimleikafólk ársins
Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir og Atli Viktor Björnsson eru fimleikafólk ársins í Reykjanesbæ en þau voru heiðruð á árlegri fimleikasýningu félagsins á dögunum. Þau tvö eru Íslandsmeistarar í nokkrum greinum, vinnusöm og ætla sér langt í íþróttinni, hér að neðan má lesa umsagnir frá fimleikadeildinni um þau Svanhildi og Atla.
Svanhildur er einstaklega dugleg og vinnusöm á æfingum. Hún gefst aldrei upp og ætlar sér að ná langt í íþróttinni sinni. Einnig má geta þess að Svanhildur hefur verið valin í úrvalshóp Fimleikasamband Íslands ásamt níu öðrum stúlkum á landinu. Svanhildur er Íslandsmeistari á stökki í 1. þrepi. Einnig varð hún í 1. sæti á stökki, tvíslá, gólfi og í samanlögðum stigum á haustmótinu í 1. þrepi
Atli er einstakur íþróttamaður, duglegur og vinnusamur á æfingum. Hann leggur sig 100% fram og er góð fyrirmynd fyrir aðra drengi í félaginu. Atli Viktor er Íslandsmeistari í 3. þrepi, einnig er hann Íslandsmeistari í hringjum, karlatvíslá og svifrá. Á haustmótinu í 2. þrepi stóð hann sig einnig mjög vel og var í 1. sæti á öllum áhöldum.