Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

  • Svanfríður Árný íþróttamaður Sandgerðis
    Svanfríður Árný Steingrímsdóttir sundkona og Ósk Valdimarsdóttir sem hlaut viðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.
  • Svanfríður Árný íþróttamaður Sandgerðis
Föstudagur 6. mars 2015 kl. 10:03

Svanfríður Árný íþróttamaður Sandgerðis

Íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2014 er Svanfríður Árný Steingrímsdóttir sundkona en kjörinu var lýst fimmtudaginn 5. mars í Samkomuhúsinu í Sandgerði.



Svanfríður vann til fjölda verðlauna á árinu 2014 og þar meðtalda nokkra Íslandsmeistaratitla bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Svanfríður er ung og metnaðarfull sem sést kannski best í því að hún æfir 21 klukkustund á viku ásamt því að stunda grunnskólanám og vera virk í félagslífi bæjarins. Svanfríður er fyrirmynd allra sem stunda íþróttir og er vel að þessum titli komin.



Íþróttamenn sem tilnefndir voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2014:



Birkir Freyr Sigurðsson - knattspyrnumaður 

Daníel Arnar Ragnarsson - taekwondomaður

Margrét Guðrún Svavarsdóttir - hnefaleikakona

Rúnar Ágúst Pálsson - körfuknattleiksmaður 

Svanfríður Steingrímsdóttir - sundkona

Þór Ríkharðsson - kylfingur



Ósk Valdimarsdóttir hlaut viðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.


 

Public deli
Public deli