Miðvikudagur 16. desember 2015 kl. 09:53
Sunneva fjórða á NM
Fjórir keppendur frá ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðundi á Norðurlandamótinu í sundi sem fram fór dagana 11.- 13. desember í Noregi. Fjórir keppendur mættu til leiks frá ÍRB, en það voru þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir auk Sunnevu.