Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sundmenn ÍRB frábærir í LUX !
Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 15:15

Sundmenn ÍRB frábærir í LUX !

Sundmenn ÍRB stóðu sig frábærlega með unglingalandsliðinu í Lúxemborg um helgina og unnu til sex gullverðlauna, þriggja silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna og bættu þar margir sín persónulegu met.

Þeir sem unnu verðlaun voru Guðni Emilsson: Gull í 100m og 200m bringusundi og brons í 200m fjórsundi. Helena Ósk Ívarsdóttir: Gull í 100m og 200m bringusundi, Erla Dögg Haraldsdóttir: Gull í 200m bringusundi, silfur í 100m bringusundi og 200m fjórsundi og brons í 50m bringusundi, og Birkir Már Jónsson: Gull í 100m baksundi, silfur í 200m skriðsundi og brons í 100m skriðsundi.


Þess má geta að sundmenn ÍRB unnu til u.þ.b. helmings allra verðlauna sem unglingalandsliðið vann til. Íslenska liðið hafnaði  í þriðja sæti í keppni liða á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024