Sundmenn ÍRB á Norðurlandameistarmót Unglinga
Um næstu helgi fara tveir sundmenn úr ÍRB til keppni á Norðurlandameistaramóti unglinga í Malmö í Svíþjóð. Fjórir sundmenn af öllu landinu náðu lágmörkum fyrir þetta mót og verður það teljast nokkuð athyglisvert að tveir þeirra séu úr Reykjanesbæ. Keppendurnir eru Erla Dögg Haraldsdóttir og Þóra Björg Sigurþórsdóttir.
Erla Dögg setti nýtt telpnamet í 100m bringusundi fyrir nokkru og um næstu helgi mun hún vafalaust bæta fleiri metum í safnið. Æfingafélagi hennar úr ÍRB Íris Edda Heimisdóttir átti gamla metið. Ef Erla nær þessum markmiðum er nánast öruggt að hún kemur til með að berjast um verðlaunasæti í bringusundinu.
Þóra Björg hefur verið í mikilli bætingu undanfarið og kemur örugglega til með að standa sig vel. Gaman verður að sjá hvað stelpurnar úr Reykjanesbæ munu gera um næstu helgi.
Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á netinu á swim.is
Fréttir frá sunddeild ÍRB
Erla Dögg setti nýtt telpnamet í 100m bringusundi fyrir nokkru og um næstu helgi mun hún vafalaust bæta fleiri metum í safnið. Æfingafélagi hennar úr ÍRB Íris Edda Heimisdóttir átti gamla metið. Ef Erla nær þessum markmiðum er nánast öruggt að hún kemur til með að berjast um verðlaunasæti í bringusundinu.
Þóra Björg hefur verið í mikilli bætingu undanfarið og kemur örugglega til með að standa sig vel. Gaman verður að sjá hvað stelpurnar úr Reykjanesbæ munu gera um næstu helgi.
Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á netinu á swim.is
Fréttir frá sunddeild ÍRB