Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 5. janúar 2003 kl. 16:38

Sundlaugin í Sandgerði opnar föstudaginn 10. janúar

Dagarnir í kringum jólahátíðina hafa verið nýttir til málningarframkvæmda í sundklefum Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði. Vegna þessara framkvæmda hefur sundlaugin verið lokuð. Því miður hafa framkvæmdirnar tekið lengri tíma en áætlað var.
Upphaflega var stefnt að því að sundlaugin opnaði mánudaginn 6. janúar, en nú hefur verið ákveðið að opna föstudaginn 10. janúar 2003. Sundgestir eru beðnir velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðisbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024