Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sundfólkið bætti sig í Glasgow
Sundkapparnir Kári Snævar Hauksson, Fannar Snævar Hauksson, Eva Margrét Falsdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Steindór Gunnarsson, aðalþjálfari sundráðs ÍRB. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB
Fimmtudagur 2. júní 2022 kl. 09:04

Sundfólkið bætti sig í Glasgow

Fimm sundmenn úr ÍRB kepptu á Glasgow Open um síðustu helgi með landsliði Sundsambands Íslands. Mótið var stórt í sniðum og margir góðir sundmenn meðal þátttakenda og fer þessi helgi í reynslubankann hjá sundgörpunum. 

Sundmennirnir kepptu í fimmtán sundum og komust í úrslit í tólf þeirra. Þá voru bætingar í fimm af þessum sundum og hin voru oftast alveg við besta tíma. Fannar Snævar Hauksson átti mjög gott 50 metra flugsund, bætti sinn fyrri tíma og endaði eingöngu 3/100 úr sekúndu frá lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024