Sundfólk úr ÍRB stóð sig vel í Luxemborg
Þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB kepptu um sl. helgi með unglingalandsliði íslands á alþjóðlegu móti í Luxemborg. Birkir Már stóð sig frábærlega og bætti sig í nánast öllum greinum. Hann var í verðlaunasætum í sínum aldursflokki í þremur af fjórum keppnisgreinum. Hann
var í öðru sæti í 100 og 200m skriðsundi og í þriðja sæti í 100m baksundi. Tími Birkis í 200m skriðsundi var eftirtektarverður, og það góður að nú vantar honum aðeins 2,9 sek til að öðlast þáttökurétt á Ólypíuleikunum í Aþenu 2004. Erla Dögg synti vel og bætti tíma sinn í 50m flugsundi og var alveg við sína tíma í öðrum keppnisgreinum. Hún varð í öðru sæti í 200m
bringusundi, fimmta í 100m bringusundi. Á næstunni verður mikið að gera hjá þessu unga sundfólki. Smáþjóðaleikar á Möltu og í byrjun ágúst fer Erla Dögg á Evrópumeistarmót unglinga í Glasgow og Birkir Már á Ólympíudaga Evrópu æskunnar í París.
var í öðru sæti í 100 og 200m skriðsundi og í þriðja sæti í 100m baksundi. Tími Birkis í 200m skriðsundi var eftirtektarverður, og það góður að nú vantar honum aðeins 2,9 sek til að öðlast þáttökurétt á Ólypíuleikunum í Aþenu 2004. Erla Dögg synti vel og bætti tíma sinn í 50m flugsundi og var alveg við sína tíma í öðrum keppnisgreinum. Hún varð í öðru sæti í 200m
bringusundi, fimmta í 100m bringusundi. Á næstunni verður mikið að gera hjá þessu unga sundfólki. Smáþjóðaleikar á Möltu og í byrjun ágúst fer Erla Dögg á Evrópumeistarmót unglinga í Glasgow og Birkir Már á Ólympíudaga Evrópu æskunnar í París.