Sundfólk frá NES til keppni um komandi helgi
Í mörg horn er að líta í íþróttalífi fatlaðra um næstu helgi þegar tvö mót fara fram. Íslandsmót ÍF í sundi í 25m. laug fer fram í innilauginni í Laugardal þar sem sundmenn frá NES verða á meðal þátttakenda og þá verður einnig Opna Reykjavíkurmótið í frjálsum íþróttum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Frjálsíþróttamótið er í umsjón Íþróttafélagsins Aspar. Sundmótið fer fram dagana 29.-30. nóvember en aðeins er keppt laugardaginn 29. nóvember á frjálsíþróttamótinu. ??Dagskrá sundmótsins:?
Laugardagur 29. nóvember
Upphitun hefst klukkan 14:00 og mót 15:00
Sunnudagur 30. nóvember
Upphitun hefst klukkan 09:00 og mót 10:00
Dagskrá frjálsíþróttamótsins í umsjón Aspar:
Upphitun hefst kl. 9:00 og keppni stundvíslega kl. 10:00. Greinar sem í boði verða eru: 60m hlaup, 200m hlaup, langstök m. atrennu og kúluvarp.