Sundæfingar hjá ÍRB meðan Covid 19 herjar á landið
Æfingar falla niður hjá öllum sundhópum ÍRB nema Afrekshóp og Framtíðarhóp. Í tilkynningu segir að það sé hinsvegar frjáls mæting á meðan þetta skrýtna ástand varir. Staðan verður alltaf tekin daglega, og endurmetið 22. mars fyrir aðra hópa.
Iðkendur í yngri hópum þurfa að æfa sig í æfingahléinu í því að setja á sig sundhettu og sundgleraugu og geta gert það sjálf þegar þau koma á æfingar.
Framtíðarhópur
Planið hjá Framtíðarhóp er þannig að hópnum er skipt í tvennt og æft á venjulegum tíma með ákv. útfærslum á æfingunni.
Þau æfa annan hvern dag. Hópur 1 þrið og fim og Hópur 2 mið og fös. Frí á laugardegi.
Afrekshópur
Planið hjá Afrekshóp er þannig að æft er á á venjulegum tímum með ákv. útfærslu á æfingunni.
Vinnureglur /útfærslur á æfingum:
Æfum alltaf í 50m laug til þess að tveggja metra bil á milli iðkenda. Fjórir í klefanum í einu og sturtu. Allir að þvo sér vel fyrir og eftir æfingar með sápu. Hafa tveggja metra bil á sundlaugarbakka. Erum í klefunum niðri og göngum alltaf inn niðri.
Þrekæfingar
Falla alveg niður þessa vikuna en endurskoðað að lokinni þessari viku.
Virðingarfyllst, stjórn ÍRB