Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sund: Steindór hættur með landsliðið
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 11:23

Sund: Steindór hættur með landsliðið

Steindór Gunnarsson, sundþjálfari, lét af starfi sem landsliðsþjálafri Íslands í sundi í vikunni. Hann mun þó halda áfram starfi sínu hjá ÍRB sem hann stýrði um síðustu helgi til fimmta AMÍ titilsins í röð.

„Það eru bara óviðráðanlegar orsakir sem ég ræð  ekki við, þannig að ég mun geyma þetta í bili. Ég mun í staðinn beina kröftunum frekari í ÍRB. Landsliðsstarfið var 30% starf sem er allt of mikið til að maður komi hinu fyrir, því miður,“ sagði Steindór, en hann er einnig íþróttakennari í Njarðvíkurskóla.“

Hann segir engin særindi tengd uppsögninni og Sundsamband Íslands hafi sýnt honum skilning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024