Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 11:40
Sund: Örn Arnarson setti Íslandsmet
Sundkappinn Örn Arnarson setti í gær Íslandsmet í 100 flugsundi á stórmóti SH í Hafnarfirði. Örn synti á 54,38 sekúndum. Þá var sett heimsmet í 200 metra baksundi fatlaðra. Það var Vala Guðmundsdóttir í Breiðabliki sem gerði það á tímanum 4 mínútum 40,99 sekúndum.