Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sund: Frábær árangur og góð stemmning í liði ÍBR
Mánudagur 26. október 2009 kl. 08:43

Sund: Frábær árangur og góð stemmning í liði ÍBR


Frábær árangur og góð stemming einkenndi lið ÍRB á Cheeriosmóti SH sem fram fór um liðna helgi.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson náði lágmörkum í 100m baksundi fyrir EM 25 sem fram fer í Istanbul í desember. Gunnar Örn Arnarson náði lágmörkum í 200m bringusundi og 200m fjórsundi fyrir NMU sem fram fer í Bergen í desember. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir hélt áfram að slá íslandsmetin í meyjaflokki, en hún setti glæsilegt íslandsmet meyja í 100m bringusundi þegar hún synti á 1.17.95. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir 1.18.58 frá árinu 1993. Jafnframt setti Ólöf Edda fjögur ný innanfélagsmet.

Þrír sundmenn náðu lágmörkum fyrir sérstakt félagsverkefni. Verkefnið  er þátttaka á einu World Cup móti , í World Cup mótaröð FINA. Keppt verður í Stokkhólmi þann 10. - 11. nóvember nk. Þeir sundmenn sem náðu þessum lágmörkum voru: Jóna Helena Bjarnadóttir í 400m fjórsundi, Soffía Klemenzdóttir í 200m fjórsundi og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 100m baksundi.



Í flokki stighæstu einstaklinga á mótinu þá átti ÍBR fólk í hinum ýmsu flokkum:

Í meyjaflokki:1. sæti Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og 3. sæti Íris Ósk Hilmarsdóttir

Í sveinaflokki: 2. sæti Baldvin Sigmarsson

Í drengjaflokki: 2. sæti Einar Þór Ívarsson

Í stúlknaflokki: 3. sæti Jóna Helena Bjarnadóttir

Í piltaflokki: 2. sæti Gunnar Örn Arnarson


Mynd: Ólöf Edda Eðvarðsdóttir hélt áfram að slá Íslandsmetin í meyjaflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Af vef Keflavíkur, www.keflavík.is