Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sumarmót í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 7. júlí 2005 kl. 10:44

Sumarmót í Ljónagryfjunni

Dagana 18. – 20. júlí næstkomandi mun Körfuknattleiksdeild UMFN standa fyrir sumarmóti fyrir meistaraflokk karla. Mótið er enn í vinnslu en þau lið sem koma til með að taka þátt eru Keflavík, Grindavík, Fjölnir og svo gestgjafarnir í Njarðvík.

Leiknir verða tveir leikir á kvöldi þessa þrjá keppnisdaga og má búast við góðri skemmtun, leikirnir eru spilaðir kl. 18:30 og 20:30 og fara þeir allir fram í Ljónagryfjunni.

VF-mynd/ Frá leik Njarðvíkinga og Fjölnis á síðasta leiktímabili. Matt Sayman sést hér með boltann en hann var eins og kunnugt er látinn taka hatt sinn og staf ásamt Anthony Lackey fyrir rimmu liðsins gegn ÍR í 8 - liða úrslitum Intersport - deildarinnar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024