Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sumaræfingar hjá Teakwondo-deild Keflavíkur
Miðvikudagur 18. maí 2011 kl. 10:49

Sumaræfingar hjá Teakwondo-deild Keflavíkur

Sumaræfingar hjá Taekwondo-deild Keflavíkur hefjast í dag miðvikudaginn 18.maí og verða a.m.k til 30.júní jafnvel lengur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Æft verður á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 18. Æft verður á Ásbrú og verða einhverjar æfingar úti. Æfingarnar eru sameiginlegar fyrir alla iðkendur 8 ára og eldri, nema fimmtudagsæfingarnar eru eingöngu fyrir fullorðinshópinn. Ekki þarf að vera í taekwondo galla á sumaræfingunum. Æfingargjald fyrir sumarönn er 5.500 kr. Þeir sem fara á sumarnámskeið fá sumaræfingarnar ókeypis.

14.-29. júní verður haldið sumarnámskeið í taekwondo þar sem boðið verður upp á daglegar æfingar í tvo og hálfan tíma á dag í sambland við leiki og fjör.
Í lok sumarnámskeiðsins verður haldið beltapróf og farið í bíó. Sumarnámskeiðið kostar 12.000 kr og innifalið í því eru æfingarnar, beltapróf, sundferð og bíóferð.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skrá sig sem fyrst á [email protected].

[email protected]