Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjastúlkur í U-21 landsliði Íslands
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 11:12

Suðurnesjastúlkur í U-21 landsliði Íslands

Björg Ásta Þórðardóttir, leikmaður Keflavíkur, og Nína Björk Kristinsdóttir hafa verið valdar í U-21 landslið Íslands í knattspyrnu fyrir Opna Norðurlandamótið sem hefst í dag. Mótið fer fram á Akureyri, Sauðárkróki, Dalvík, Blönduósi og Ólafsfirði. Þátttökulið eru Bandaríkin, Danmörk, England, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Þýskaland.

Ísland leikur sinn fyrsta leik kl. 16.30 á móti Englandi

Úlfar Hinriksson, þjálfari U21 árs landsliðs kvenna, valdi stúlkurnar til að leika fyrir Íslands hönd. Björg Ásta hefur leikið 43 landsleiki fyrir Ísland, þar af 5 A-landsleiki, meðan hún lék með liði Breiðabliks og Nína Ósk hefur leikið sex leiki með yngri landsliðum Íslands.
Mynd/ksi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024