Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í kvöld
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. mars 2021 kl. 12:36

Suðurnesjaslagur í kvöld

Leikir í körfunni og fótboltanum

Það verður vafalaust hart tekist á í Blue-höllinni í kvöld þegar Keflvíkingar taka á móti Njarðvík í Domino's-deild karla í körfubolta.

Keflvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar á meðan Njarðvík situr í því tíunda, það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Keflavík hefur unni tólf af fjórtán leikjum sínum á meðan Njarðvík hefur ekki unni nema fimm en þegar Suðurnesjaliðin mætast hefur gengi lítið að segja, það er meira í húfi. Montrétturinn er undir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og miðar eru seldir á netinu í Keflvíkurbúðinni (https://keflavikurbudin.is/?product=keflavik-njardvik&fbclid=IwAR3s_pVUinQwnS89i2cnoQJLH83_BMdRSkWDNMPFzaZkpzJ0_8PBZXRU2NY).

Vegna samkomutakmarkana er takmarkað magn miða í boði og miðasala lokar tveimur tímum fyrir leik.


Suðurnesjaslagur einnig í Lengjubikarnum

Topplið riðils eitt í B-deild Lengjubikars karla, Njarðvík og Þróttur Vogum, mætast í Reykjaneshöllinni klukkan 19:40 í kvöld. Bæði lið hafa unnið sína leiki hingað til en Njarðvík hefur leikið þrjá leiki á meðan Þróttur hefur aðeins leikið tvo.