Suðurnesjaslagur í kvöld
Grindavík fær Njarðvík í heimsókn í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar heil umferð fer fram. Keflavík tekur á móti Skallagrím í TM höllinni og hefjast báðir leikirnir kl. 19:15.
Síðar í dag mun koma í ljós hvort Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður Grindavíkur verði með í leiknum en hún rifbeinsbrotnaði í leik gegn Snæfelli í byrjun tímabilsins. Að sögn Björns Steinars Brynjólfssonar þjálfara Grindavíkur er Ingibjörg öll að koma til og verður betri með hverjum deginum.