Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í bikarnum
Þriðjudagur 6. desember 2016 kl. 15:10

Suðurnesjaslagur í bikarnum

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins í körfubolta karla og kvenna. Það verður Suðurnesjaslagur kvennamegin þar sem Grindvíkingar fá granna sína í Keflavík í heimsókn. Grindvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið karlamegin en þeir fara norður og mæta Þórsurum.

Dregið var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar og voru það eftirfarandi lið sem drógust saman:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Maltbikar kvenna · 8-liða úrslit:
Snæfell-Stjarnan
Grindavík-Keflavík
Breiðablik-Haukar
Skallagrímur-KR

Maltbikar karla · 8-liða úrslit:
Þór Akureyri-Grindavík
Höttur-KR
Valur-Haukar
Þór Þorlákshöfn-FSu