Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í lokaumferðinni
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 13:52

Suðurnesjasigrar í lokaumferðinni

Úrslitakeppnin hefst á fimmtudag

Í gær lauk deildarkeppni í Dominosdeild karla í körfuknattleik með heili umferð. Suðurnesjaliðin fögnuðu öll sigri og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á fimmudaginn n.k. Grindavík mun mæta Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð og er fyrsti leikur í Röstinni á fimmtudag. Keflvíkingar mæta Stjörnunni á heimavelli á föstudaginn og sama kvöld verður hörkuleikur í Njarðvík þar sem Haukar mæta í heimsókn.

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Stjörnunni 84-61 á útivelli. Tölur úr þeim leik eru sem hér segir: Tracy Smith Jr. 20/12 fráköst, Logi Gunnarsson 12/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 11/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ágúst Orrason 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Egill Jónasson 2/5 fráköst, Magnús Már Traustason 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar unnu Snæfell 89-84 í æsispennandi leik í Stykkishólmi þar sem síðustu 4 stigin komu af vítalínunni. Andy Johnston þjálfari var rekinn af varamannabekk Keflvíkinga í leiknum í gær og verður væntanlega í banni í fyrsta leik úrslitakeppninnar á föstudagskvöldið. Hér má sjá tölfræði leiksins: Michael Craion 27/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 10/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/5 fráköst, Valur Orri Valsson 4/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4/5 fráköst, 

Grindavík sigraði Skallagrím á sannfærandi hátt en lokatölur urðu 86-70. Hér má sjá tölfræði leiksins: Jóhann Árni Ólafsson 15, Ómar Örn Sævarsson 14/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 7, Jón Axel Guðmundsson 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kjartan Helgi  Steinþórsson 6, Ólafur Ólafsson 5/9 fráköst/6 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst/3 varin skot, Hinrik Guðbjartsson 2, Magnús Már Ellertsson 2.