Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í Lengjubikarnum
Mánudagur 19. mars 2012 kl. 10:35

Suðurnesjasigrar í Lengjubikarnum



Lengjubikarinn er farinn að rúlla í fótboltanum og undirbúningurinn fyrir komandi tímabil að ná hæstu hæðum. Grindavík sigraði Fylki örugglega 4 - 1 í gær en þeir Pape Mamadou Faye, Scott Ramsay, Alexander Magnússon og Magnús Björgvinsson sáu um að skora mörkin fyrir þá gulu. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í Lengjubikarnum á þessu tímabili en liðið er með 5 stig eftir 5 leiki.

Keflavík vann 3 - 1 sigur á ÍBV í gær en þeir komust yfir strax í upphafi leiks með marki frá Guðmundi Steinarssyni. Þeir Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson settu svo sitt hvort markið í síðari hálfleik. Keflvíkingar hafa leikið 4 leiki og sigrað 3 þeirra það sem af er og eru 9 stig komin í hús.

Mynd: Sigurbergur skoraði síðasta mark Keflvíkinga í gær


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024