Miðvikudagur 31. október 2007 kl. 09:49
				  
				Suðurnesjarimma í Sláturhúsinu 
				
				
				
 Keflavík tekur á móti Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og er þetta fyrsti deildarleikur liðanna síðan Keflavík sló Grindavík út í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
Keflavík tekur á móti Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og er þetta fyrsti deildarleikur liðanna síðan Keflavík sló Grindavík út í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
 
Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmtun og má gera ráð fyrir hörkuslag þeirra í millum. Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni í fyrra 3-1 en máttu sætta sig við ósigur gegn Haukum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 
 
Til þessa hafa hvorki Keflvíkingar né Grindvíkingar tapað stigum í deildinni og því óhætt að segja að nú fari línurnar að skýrast. Næstu tveir leikir Keflavíkurkvenna eru stórleikir þar sem þær mæta Grindavík í kvöld og svo Haukum á sunnudag. 
 
Staðan í deildinni