VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Miðvikudagur 19. apríl 2000 kl. 13:45

Suðurnesjamót í kvennaknattspyrnu

Reynir Sandgerði hélt Suðurnesjamót í knattspyrnu innanhúss fyrir 5. flokk kvenna um síðustu helgi. þátttakendur voru á aldrinum 5-11 ára frá fimm félögum; Víði, Reyni, Bessastaðahreppi, Grindavík og Keflavík. Mótið gekk vel fyrir sig og gaman var að sjá baráttuna og leikgleðina hjá svo ungum stúlkum. Hvert lið lék sjö leiki og höfðu Grindavíkurstúlkur yfirburðasigur á mótinu. A-lið Reynis varð í öðru sæti, en þriðja til fjórða sætinu deildu Keflavík og b-lið Víðis. Allar voru stúlkurnar leystar út með bronsverðlaunum, en að auki hlaut Grindavík bikar og gullverðlaun að launum fyrir sigurinn. Athygli vakti hve margar stúlkur tóku þátt í mótinu frá Reyni og Víði, en Reynir var með a- og b-lið og Víðir var með a-,b- og c-lið . Mikill knattspyrnuáhugi er í þessum félögum og ljóst að þar er vel staðið að uppbyggingu kvennaknattspyrnu, enda gott framtak hjá Reynismönnum að halda slíkt mót fyrir stúlkurnar.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25