Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Suðurnesjamennirnir stóðu sig vel í stórsigri gegn Indónesíu
Andri Rúnar og Arnór Ingvi fagna fyrsta marki Íslands.
Fimmtudagur 11. janúar 2018 kl. 14:48

Suðurnesjamennirnir stóðu sig vel í stórsigri gegn Indónesíu

Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson stóðu sig vel í landsleik Íslands gegn Indónesíu í knattspyrnu sem fram fór fyrr í dag, en leikurinn endaði 6-0 fyrir Íslandi.

Aðstæður á vellinum voru erfiðar og leikurinn stöðvaður á 55. mínútu vegna þrumuveðurs. Samúel Kári, sem spilar með Vålerenga í Noregi, lék sinn fyrsta landsleik í dag en hann spilaði allan leikinn og átti þátt í fimmta marki liðsins með frábæru innkasti. Arnór Ingvi, sem nýlega skrifaði undir samning við Malmö í Svíþjóð, var einn reynslumesti leikmaður liðsins í dag, en hann átti mörg góð færi og lagði meðal annars upp annað mark liðsins með frábærri aukaspyrnu. Arnóri var skipt út af á 66. mínútu.
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra og þáverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði fyrsta mark liðsins með bakfallsspyrnu á 30. mínútu í sínum fyrsta landsleik, en brenndi einnig af víti á 13. mínútu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í einkunnagjöf leiksins á Fotbolti.net fá Arnór og Samúel sjö og Andri Rúnar átta í einkunn. Samúel er þar sagður hafa verið duglegur á miðjunni, fengið gott færi til að skoða í fyrri hálfleik en klikkað, Arnór sagður hafa barist vel, reynt nokkur skot að marki en gengið illa að hitta rammann. Andri er sagður hafa barist vel og skorað þetta glæsilega mark.

Ísland mætir Indónesíu aftur á sunnudag en þá verður lið heimamanna betur mannað og væntanlega jafnari leikur þá. Öll mörk leiksins má sjá hér.