Suðurnesjamenn tóku þátt í heimsmeti í styrktar- og þolþjálfun
Íslendingum tókst að taka þátt í því að slá heimsmet í styrktar- og þolþjálfun í Reykjanesbæ á laugardag. Sérstakur matsmaður frá Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að metið var slegið og kemst hópurinn í Heimsmetabók Guinness.
Um 100 Íslendingar í nokkrum hópum tóku þátt í æfingunum. Á sama sólarhringnum æfðu næstum 4.000 manns víða um heim. Suðurnesjamenn létu ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í verkefninu með prógrammi í Sporthúsinu á Ásbrú.
Um var að ræða tugi þúsunda meðlima Herbalife í yfir 80 löndum sem tóku ásamt viðskiptavinum, vinum, fjölskyldumeðlimum og öðrum áhugasömum þátt í að setja nýtt heimsmet og komast í Heimsmetabók Guinness.