Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamenn sterkir í Taekwondo
Miðvikudagur 23. nóvember 2011 kl. 14:54

Suðurnesjamenn sterkir í Taekwondo

Keflvíkingar sópuðu að sér verðlaunum á Bikarmóti Taekwondosambands Íslands sem haldið var helgina 19-20. nóv sl. Á laugardegi kepptu 11 ára og yngri og áttu Keflvíkingar og Grindvíkingar fjöldan allan af verðlaunum. Auk þess stóðu keppendur sig með miklum sóma bæði innan vallar sem utan og voru til fyrirmyndar. Ekki voru veitt verðlaun fyrir heildarstig keppenda til að ákvarða keppanda mótsins á laugardeginum en Svanur Þór Mikaelson vann til tvennrar gullverðlauna og hefði því átt þann titil skilið.

Á sunnudeginum kepptu 13 ára og eldri. Keppt var með nýjar rafbrynjur sem Taekwondosambandið hefur nýlega eignast. Brynjurnar þóttu heppnast vel, en í þeim er snerti- og höggskynjari sem gefur stig ef nægilega fast spark lendir í brynjunni. Keflvíkingar sýndu mikla yfirburði í flestum flokkunum á sunnudeginu. Grindvíkingar komu líka sterkir inn en Ylfa Rán Erlendsdóttir vann til gullverðlauna í bardaga og brons í formum á meðan Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna í bardaga.

Karel Bergmann Gunnarsson var valinn besti keppandi drenga í bardaga. Ægir Már Baldvinsson var valinn besti keppandi drengja í formum. Ástrós Brynjarsdóttir var valin besti keppandi stúlkna í formum. Jón Steinar Brynjarsson var valinn besti keppandi unglinga í samanlögðu. Helgi Rafn Guðmundsson var valinn best keppandi karla í samanlögðu og Kolbrún Guðjónsdóttir var valin besti keppandi kvenna í bardaga og samanlögðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar unnu svo samanlagðan árangur félaga, þrátt fyrir að vera ekki með flesta keppendurnar og sýndu enn og aftur að Keflavík er sterkasta félag landsins.

Keflavík.is