Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamenn öflugir á Íslandsmótinu í Júdó
Fimmtudagur 19. mars 2009 kl. 10:50

Suðurnesjamenn öflugir á Íslandsmótinu í Júdó


Guðjón Sveinsson úr UMFG vann gullverðlaun í -55kg flokki undir 15 ára á Íslandmótinu í Júdó sem fram fór í Ármannsheimilinu um síðustu helgi. Grindvíkingar unnu þrjú silfur og þrjú brons á mótinu. Vogamenn eignuðust einn Íslandsmeistara í þungavigt í flokki 15-16 ára en það var Baldur Guðmundsson. Þeir unnu einnig ein silfurverðlaun og tvö brons.
Um 200 keppendur mættu til leiks sem er 35% meiri þátttaka en í fyrra þannig að vinsældir Júdó-íþróttarinnar virðast vera að aukast.
----


Mynd: Íslandmeistarinn Baldur Guðmundsson úr Vogum (með græna beltið) og silfurhafinn Sigurpáll Albertsson frá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024