Suðurnesjamenn í landsliðsúrtaki í handbolta
Þeir Arnþór Ingvi Ingvason og Theódór Sigurbergsson handboltamenn úr HKR hafa verið valdir í úrtak landsliðs drengja sem fæddir eru árin 1996 og 1997. Strákarnir hafa einungis æft handbolta í fjögur ár en handboltadeild HKR er enn ung að árum.
Hópurinn sem nú er valinn skipa 35 leikmenn frá hinum ýmsu félögum og kemur hópurinn saman núna milli jóla og nýárs. Síðan verður valinn 18 manna hópur sem leikur þrjá landsleiki gegn Norðmönnum dagana 4.-6.janúar.