Suðurnesjamenn gerðu það gott á vormóti Júdósambandsins
Bæði Grindavík og Vogar áttu flotta fulltrúa á vormóti Júdósambands Íslands sem fram fór á dögunum, þar sem Suðurnesjafólk sópaði til sín verðlaunum. Grindvíkingar nældu sér í tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Vogamenn létu ekki sitt eftir liggja og hirtu silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Hér að neðan má sjá árangur Grindvíkinga og Þróttara:
	Drengir U13 -42 kg
	1. Hjörtur Klemensson Grindavík
	Drengir U15 -34 kg
	1. Róber Latkowski Grindavík
	2. Adam Latkowski Grindavík
	Drengir U15 -60 kg
	3. Tinna Einarsdóttir Grindavík
	Drengir U18 -50 kg
	2. Kristinn Guðjónsson Grindavík
	3. Ísar Guðjónsson Grindavík
Drengir U13 -38 kg
3. Samúel Pétursson Þróttur
Drengir U13 -42 kg
2. Patrekur Unnarsson Þróttur
3. Björn Hrafnkellsson Þróttur


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				