Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Suðurnesjamenn gera það gott í Qatar
    Kristófer Sigurðsson.
  • Suðurnesjamenn gera það gott í Qatar
    Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son.
Miðvikudagur 3. desember 2014 kl. 13:42

Suðurnesjamenn gera það gott í Qatar

Karla­sveit Íslands setti nýtt lands­sveit­ar­met í skriðsundi

Karla­sveit Íslands í sundi setti í morg­un nýtt lands­sveit­ar­met í 4x100m. skriðsundi á heims­meist­ara­mót­inu í sundi í 25 m laug í Doha í Kat­ar. Sveit­in synti á 3.22,48 mín­út­um og hafnaði í 16. sæti.

Sveit­in í morg­un var skipuð tveimur Suðurnesjamönnum, þeim Kristó­fer Sig­urðssyni og Davíð Hildi­berg Aðal­steins­syni, ásamt Kristni Þór­ar­ins­syni, Kol­beini Hrafn­kels­syni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristó­fer Sig­urðsson frá ÍRB kom í mark í 200 m skriðsundi á 1.50,04 mín­út­um og hafnaði í 53. sæti af 100 sund­mönn­um.

Keflvíkingurinn Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, sem búsettur er í Bandaríkjunum, varð svo í 39. sæti af 89 kepp­end­um í 100 m baksundi á 54,04 sek­únd­um. Krist­inn Þór­ar­ins­son kom 45. í mark í sömu grein á 54,68 sek­únd­um.