Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamenn gera góða hluti í rallinu
Föstudagur 5. október 2007 kl. 11:22

Suðurnesjamenn gera góða hluti í rallinu

Síðasta keppnin í Íslandsmótinu í ralli, Haustrall BÍKR, var haldin á Djúpavatni og Kleifarvatni laugardaginn 29. september.

Sigurvegarar rallsins urðu Suðurnesjamennirnir Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson á Subaru Impreza wrx á 56,53 mín og í öðru sæti urðu Jón Hrólfsson og Borgar Ólafsson á Subaru Impreza sti á 57,54 mín. Henning Ólafsson og Anna Birna Björnssdóttir lentu í 3. sæti í max1 flokki á tímanum 1.09.21, en þetta eru allt Suðurnesjamenn.

Eknar voru 6 sérleiðar í mikilli bleytu og djúpum pollum sem voru ein til tvær bíllengdir. Ökumenn sögðu þetta klárlega erfiðasta dagsrall sem haldið var í sumar og virkilega krefjandi. „Við komum oft á yfir 100 km hraða í pollana og komum þversum útúr þeim. Þetta var virkilega erfitt.“

Þetta er í fyrsta skipti í 17 ár sem Suðurnesjamenn vinna rall á Íslandi, en árið 1990 unnu Ólafur og Ingi, bræðurnir úr Bílbót, alþjóðarall.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024