Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Suðurnesjamenn fagna Arnóri Ingva í París
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 20:33

Suðurnesjamenn fagna Arnóri Ingva í París

„Ég hef aldrei séð jafn marga Íslendinga saman komna. Þetta var mögnuð stemmning og geggjað að vinna og náttúrlega frábært að Suðurnesjamaðurinn skyldi klára dæmið. Við hittum hann aðeins eftir leikinn og það var gaman. Bæði hann og við í skýjunum,“ sagði Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson, einkaþjálfari og fyrrverandi körfuboltamaður en hann er með fjölskyldu sinni í Frakklandi að fylgjast með Evrópumótinu.

Gunnar hefur komið að líkamsþjálfun knattspyrnusnillingsins úr Keflavík/Njarðvík og á því smá í honum. Aðspurður sagðist hann ætla að skoða stöðuna um að vera áfram í Frakklandi og freista þess jafnvel að sjá leikinn gegn Englandi á mánudaginn.

Public deli
Public deli

Hér eru fleiri Suðurnesjamenn, Gísli H. Jóhannson, handboltadómari með börnum sínum, Ólöfu Rut og Guðmundi og svo auðvitað snillingnum, Arnóri Ingva. Á neðri myndinni fagna liðsfélagar Arnóri eftir markið. Mynd/Hafliði Breiðfjörð/fotbolti.net