Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Suðurnesjamenn eiga helming í tveimur körfuboltalandsliðum
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir.
Miðvikudagur 17. maí 2017 kl. 14:30

Suðurnesjamenn eiga helming í tveimur körfuboltalandsliðum

-Landsliðin munu keppa á Smáþjóðaleikunum í San Marínó

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum í körfubolta, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Í landsliði kvenna er helmingur liðsins frá Suðurnesjunum og í landsliði karla eru þeir fimm af tólf leikmönnum liðsins.

Landslið kvenna er skipað öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Þar eru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem er nýliði, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir, en þær spila allar með liði Keflavíkur, Ingunn Embla Kristínardóttir úr liði Grindavíkur, Sandra Lind Þrastardóttir, sem leikur með Horsholms í Danmörku, og Sara Rún Hinriksdóttir sem spilar með Canisius í Bandaríkjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sara Rún Hinriksdóttir.

Í landsliði karla verða þeir Gunnar Ólafsson sem spilar með St. Francis í Bandaríkjunum, Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson sem spilar með Davidson í Bandaríkjunum, Maciek Baginski úr liði Þórs Þorlákshafnar, Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson og Kristinn Pálsson sem spilar með Marist í Bandaríkjunum.

Jón Axel Guðmundsson.

Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir.


Gunnar Ólafsson.


Ingunn Embla Kristínardóttir.


Ólafur Ólafsson.


Sandra Lind Þrastardóttir.


Maciek Baginski.


Kristinn Pálsson.