Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamenn á leið á EM í Sarajevo
Mánudagur 11. ágúst 2008 kl. 09:59

Suðurnesjamenn á leið á EM í Sarajevo


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjórir drengir frá Suðurnesjum hafa verið valdir í U 16 ára landslið karla í körfuknattleik. Liðið tekur þátt í EM í Sarajevo sem er núna um miðjan ágúst. Drengirnir fara út miðvikudaginn 13 ágúst og eiga eftir að spila 9 leiki á 10 dögum.


Þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson og aðstoðarþjálfari er Örvar Kristjánsson, einnig fer Sigmundur Már Herbertsson dómari en þeir eru allir frá Njarðvík.
Drengirnir heita: Óli Ragnar Alexandersson Njarðvík, Ólafur Helgi Jónsson Njarðvík, Styrmir Gauti Fjeldsted Njarðvík og Andri Þór Skúlason Keflavík.
Allir þessir sömu drengir tóku  þátt í norðurlandamóti U 16 ára landsliða í Svíþjóð í vor.
Drengirnir vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja á Suðurnesjum sem studdu við bakið á þeim til þess að komast í þessa ferð.