Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 5. nóvember 2001 kl. 10:19

Suðurnesjaliðin sigruðu

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld en Suðurnesjaliðin þrjú sigruðu andstæðinga sína á mjög sannfærandi hátt.
Keflvíkingar höfðu yfirburði allan tímann en þeir sigruðu ÍR með 93 stigum gegn 77. Staðan í hálfleik var 41-27, Keflavík í vil. Damon Johnson var stigahæstur hjá Keflavíkurliðinu með 35 stig og Guðjón Skúlason með 15 stig.
Njarðvíkingar mættu Sauðkrækingum á heimavelli og sigruðu þá 70-57. Njarðvíkingar spiluðu góðan varnarleik og börðust vel allt til enda. Logi Gunnarsson var besti maður leiksins og skoraði 25 stig og Friðrik Stefánsson var sterkur undir körfunni. Halldór Karlsson átti einnig góðan leik og skoraði 12 stig fyrir Njarðvík.
Grindvíkingar komu ákveðnir til leiks í Hveragerði og sigruðu heimamenn, 97-88. Staðan var 49-38 í hálfleik, Grindavík í vil. Helgi Jónas Guðfinnsson var stigahæstur hjá Grindavík með 32 stig, Roni Bailey og Guðlaugur Eyjólfsson, báðir með 18 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024