Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin með sigra í Lengjubikarnum
Sunnudagur 25. september 2011 kl. 11:17

Suðurnesjaliðin með sigra í Lengjubikarnum

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í gær þar sem m.a. bæði Njarðvíkingar og Keflvíkingar nældu sér í sigra. Keflavík sigraði lið Fjölnis 59-75 á útivelli þar sem erlendi leikmaðurinn, Jaleesa Butler var með 23 stig og tók 16 fráköst.

Keflavík: Jaleesa Butler 23/16 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/6 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 5, Aníta Eva Viðarsdóttir 5, Sara Rún Hinriksdóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Helga Hallgrímsdóttir 0/8 fráköst.

Njarðvík sigraði Stjörnuna afar sannfærandi 47-105 í Garðabænum. Lele Hardy var atkvæðamest hjá þeim grænu með 27 stig og 18 fráköst.

Njarðvík: Lele Hardy 27/18 fráköst/6 stoðsendingar, Shanae Baker 19/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14/4 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 10, Emelía Ósk Grétarsdóttir 6/7 fráköst, Marín Hrund Magnúsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Ásdís Vala Freysdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 1/9 fráköst.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024