Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin með í úrslitakeppni frá 1994
Fimmtudagur 2. mars 2017 kl. 13:31

Suðurnesjaliðin með í úrslitakeppni frá 1994

Njarðvíkingar eru utan úrslitakeppni - æsispennandi lokasprettur hefst í kvöld

Æsilegur lokasprettur er framundan í Domino’s deild karla í körfubolta. Eins og staðan er núna þá eru Grindavík og Keflavík á leið í úrslitakeppni á meðan Njarðvíkingar eru í níunda sæti og virðast á leið í sumarfrí. Það eru þó sex stig eftir í pottinum og fjórum stigum munar á liðunum í fjórða sæti og því níunda. Innbyrðis viðureignir gætu því skipt sköpum þegar yfir líkur og ljóst að hver leikur er úrslitaleikur. Í dag og á morgun fer fram umferð þar sem mikið getur breyst.

Frá 1994 hafa átta lið komist í úrslitakeppnina. Úrslitakeppnin var tekið upp árið 1984 en þá voru liðin fjögur í úrslitakeppni. Suðurnesjaliðin þrjú hafa komist í átta liða úrslit allar götur síðan 1994.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
  • Síðan breytingin varð hafa Njarðvíkingar alltaf verið með í úrslitakeppni. Þegar liðin voru fjögur í úrslitakeppni þá misstu þeir grænklæddu af lestinni árið 1993.

  • Frá árinu 1986 hafa Keflvíkingar verið með í úrslitakeppni en fyrstu tvö árin náðu þeir ekki í efstu fjögur sætin.

  • Grindvíkingar komust fyrst í úrslitakeppni árið 1990 og hafa aðeins misst úr eitt ár síðan þá, árið 1992 þegar aðeins fjögur lið voru í úrslitakeppni.

Grindavík 22 stig

Þrír útisigrar hafa komið í röð hjá Grindvíkingum en þeir eiga erfiðan leik á Sauðárkróki eftir. Á útivelli hafa Grindvíkingar unnið 6 af 10 leikjum sínum í vetur en á útivöllum hafa þeir verið betri en í Mustad höllinni. Grindvíkingar eiga gríðarlega erfiða leiki eftir gegn toppliðum Stjörnunnar og Tindastóls sem bæði höfðu sigur á Grindvíkingum í fyrri umferð. Í lokaumferð mæta svo Skallagrímsmenn í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Unnir | Tapaðir leikir: 11|8

Næstu leikir:
Stjarnan 2. mars - Stjarnan vann fyrri leikinn með 11 stigum
@ Tindastóll 5. mars - Tindastóll vann fyrri leikinn með 7 stigum
Skallagrímur 9. mars - Grindavík vann fyrri leikinn með 15 stigum

Keflavík 20 stig

Keflvíkingar eru mitt á milli granna sinna, með 20 stig í 6. sæti. Þeir eru með jákvætt sigurhlutfall á heimavelli, 6 sigra, 4 töp á meðan árangur hefur verið slakari á útivelli þar sem þeir hafa náð í 4 sigra. Þeir eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum, gegn Íslandsmeisturum KR og sjóðheitum ÍR-ingum sem hafa unnið sex heimaleiki í röð. Keflvíkingar hafa þó unnið þrjá leiki í röð og ekki tapað síðan Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu.

Unnir | Tapaðir leikir: 10|9

Næstu leikir:
@ KR 2. mars - KR vann fyrri leikinn með 26 stigum
Þór Ak. 6. mars - Keflavík vann fyrri leikinn með 12 stigum
@ ÍR 9. mars - Keflavík vann fyrri leikinn með 19 stigum

Njarðvík 18 stig

Grænir hafa unnið þrjá útileiki í röð líkt og Grindavík. Heimavöllurinn hefur ekki verið sterkur hjá Njarðvíkingum en þar hafa þeir náð í fjóra sigra í 10 leikjum. Þeir eiga eftir að mæta þremur liðum sem eru að bítast um sæti í úrslitakeppninni en ÍR, Þór Ak. og Njarðvík eru öll jöfn að stigum. Í síðustu umferð heimsækja þeir fyrrum þjálfara sinn, Einar Árna og félaga í Þorlákshöfn.

Unnir | Tapaðir leikir: 9|10

Næstu leikir:
@ Þór Ak. 3. mars - Þór vann fyrri leikinn með 11 stigum
ÍR 6. mars - ÍR vann fyrri leikinn með 19 stigum
@ Þór Þ. 9.mars - Þór vann fyrri leikinn með 16 stigum