Suðurnesjaliðin mætast í undanúrslitum.
Dregið var í fjögraliða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í dag en leikið verður 5. og 6. febrúar. Njarðvík dróst á móti Keflavík í kvennaflokki og verður sannkallaður baráttuslagur um hvaða Suðurnesjalið kemst í úrslitin. Í karlaflokki er eitt Suðurnesjalið eftir í bikarkeppninni en Grindavík sækir Hauka heim.
Keflavík vann Grindavík í æsispennandi leik á sunnudaginn í 8 liða úrslitum þar sem Jacquline var með stórleik. Njarðvíkurstúlkur spiluðu ekki minna spennandi leik þar sem þær slógu núverandi bikarmeistara Hauka úr leik en Anna María Ævarsdóttir var hetja Njarðvíkur í þeim leik.
[email protected]