Suðurnesjaliðin mæta Pepsi-deildarliðum
Keflvíkingar mæta liði úr 4. deild
Búið er að draga í 32-liða úrslitum í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Fjögur lið af Suðurnesjum voru í pottinum en þau eru Víðir, Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Öll liðin nema Víðir leika á útivelli en Njarðvíkingar, Grindvíkingar og Víðismenn leika gegn úrvalsdeildarliðum á meðan Keflvíkingar mæta 4. deildarliði Augnabliks. Hér að neðan má sjá viðureignirnar.
	32-liða úrslit:
	Fjölnir - Dalvík/Reynir
	Sindri - KV
	Fram - KA
	KR - FH
	KFG - Þróttur
	BÍ/Bolungarvík - Fjarðabyggð
	Augnablik - Keflavík
	HK - Breiðablik
	Víðir - Valur
	Fylkir - Njarðvík
	Hamar - KF
	Víkingur R. - Grindavík
	ÍBV - Haukar
	Afturelding - ÍR
	Stjarnan - Selfoss
	ÍH - Þór


.jpg) 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				