Suðurnesjaliðin leika í kvöld
 Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.
Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.
Í Grindavík freista heimamenn að binda endi á langa taphrynu þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn. Keflvíkingar freista þess sama og fá Fjölni í Sláturhúsið og Njarðvíkingar mæta Hamri/Selfoss í Gróðurhúsinu í Hveragerði.
Þá verður stórleikur í Borgarnesi þegar Skallagrímur tekur á móti KR.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				