Suðurnesjaliðin leika í Borgunarbikarnum
Nóg er um að vera í fótboltanum um þessar mundir en í kvöld fara fram fjölmargir leikir í Borgunarbikarnum. Grindvíkingar, Víðismenn og Þróttarar eru í eldlínunni hjá körlunum en bæði Grindvíkingar og Þróttarar eiga heimaleiki. Á morgun, miðvikudaginn 14. maí, mun svo kvennalið Keflavíkur etja kappi við ÍR á Nettóvellinum á meðan karlalið Njarðvíkur fer til Grundarfjarðar.
Leikir 13. maí:
Þróttur - KFG (19:15)
Grindavík - ÍA (19:15)
Skínandi - Víðir (19:15)
Leikir 14. maí:
Grundarfjörður - Njarðvík (20:00)
Keflavík - ÍR (kvenna 19:15)